Stjörnuáhugamenn í Perlunni og á völdum stöðum

Venus eins og lítill díll á sólu.
Venus eins og lítill díll á sólu. Af vefnum: www.stjornufraedi.is

Sá ein­staki stjarn­fræðilegi at­b­urður mun eiga sér stað að kvöldi 5. júní næst­kom­andi að ástar­stjarn­an Ven­us mun ganga fyr­ir sólu. Er Ísland eina landið í heim­in­um þar sem að sól­in mun ná að setj­ast og rísa á meðan á viðburðinum stend­ur. Stjörnu­áhuga­menn verða vítt og breitt um landið að fylgj­ast með og bjóða al­menn­ingi að slást í hóp­inn, m.a. við Perluna.

Ekki aft­ur hér fyrr en árið 2247

Þver­gang­an, sem svo nefn­ist, mun sjást frá Íslandi upp úr kl. 22:04 og verður hægt að fylgj­ast með henni næstu sex klukku­stund­irn­ar á eft­ir. Ekki gefst færi á að fylgj­ast með fyr­ir­brigðinu aft­ur hér á landi í bráð eða fyrr en í júní árið 2247. Þannig að vilji menn nú á tím­um bera dýrðina eig­in aug­um gefst aðeins þetta eina tæki­færi.

„Þetta er einn sjald­gæf­asti stjarn­fræðiviðburður­inn sem þó er hægt að sjá og því ætti eng­inn að láta hann fram­hjá sér fara,“seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son­ar, formaður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness, í til­kynn­ingu. „Þetta er kannski ekki sama sjón­arspil og sól-eða tungl­myrkv­ar en það er heill­andi að sjá ástar­stjörn­una setja svona feg­urðarblett á sól­ina“.

Þver­göng­ur Venus­ar koma fyr­ir í pör­um og þá með átta ára milli­bili. Að öðru leyti líða 105,5 ár á milli þess sem að þver­ganga Venus­ar á sér stað, seg­ir Sæv­ar í sam­tali við mbl.is. Síðast var hægt að sjá Ven­us ganga fyr­ir sólu hér á landi í júní árið 2004. Næsta fyr­ir­ganga plán­et­unn­ar verður árið 2117 en þá í des­em­ber þegar sól er utan sjón­deild­ar­hrings­ins hér á landi seg­ir Sæv­ar Því er það ekki fyrr en árið 2247 sem að Íslend­ing­ar framtíðar­inn­ar munu eiga þess kost að sjá fyr­ir­brigðið hér.

Mik­il­væg­ar fyr­ir kort­lagn­ingu him­in­hvolfs­ins

Þrátt fyr­ir að þver­göng­ur Venus­ar séu fyrst og fremst for­vitni­leg­ar í dag voru þær engu að síður afar mik­il­væg­ar fyr­ir vís­ind­in fyrr á tím­um að sögn Sæv­ars. „Fyrsta þver­gang­an sást í nokkr­ar mín­út­ur árið 1639 en þá höfðu menn þegar áttað sig á að hægt væri að nota þenn­an at­b­urð til þess að m.a. reikna fjar­lægðina til sól­ar­inn­ar frá jörðu með hliðrun. Á 18. og 19. öld gerðu stór­veldi þess tíma, s.s. Eng­lend­ing­ar, Frakk­ar, Hol­lend­ing­ar og fleiri, út hópa af vís­inda­mönn­um um all­an heim, í langa og kostnaðarsama túra, til að kanna fyr­ir­brigðið þar sem að það sást hverju sinni með fyr­ir sjón­um að gera rann­sókn­ir og mæl­ing­ar sem að nýt­ast myndu við kort­lagn­ingu him­in­hvolfs­ins“.

Al­menn­ingi boðið að fylgj­ast með - er­lend­ir ferðamenn á land­inu af þessu til­efni

Þónokkr­ir er­lend­ir gest­ir höfðu haft sam­band við Stjörnu­skoðun­ar­fé­lag Seltjarn­ar­ness og for­vitn­ast um hvað hægt yrði að fylgj­ast með fyr­ir­göng­unni að sögn Sæv­ars. Þá vissi hann af hópi er­lendra ferðamanna sem að ætlaði að fylgj­ast með fyr­ir­bær­inu á Langa­nesi.  

Al­menn­ingi gefst kost­ur á að hitta á stjörnu­áhuga­menn­ina þar sem að þeir verða að fylgj­ast með fyr­ir­brigðinu þar sem veður leyf­ir. Verða þeir m.a. við Perluna. Auk þess að fylgj­ast með viðburðinum gefst fólki færi á að kynna sér og prófa sjón­auka ásamt því að fræðast um sól­ina, plán­et­urn­ar og annað sem viðkem­ur him­in­hvolf­inu.

Hægt er að sjá hvar stjörnu­áhuga­menn­irn­ir verða á vef Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags Seltjarn­ar­ness.

Fyrirganga Venusar fyrir sólu.
Fyr­ir­ganga Venus­ar fyr­ir sólu. Af vefn­um: www.stjornu­fra­edi.is
Stjörnuáhugamenn fylgjast með himinhvolfinu.
Stjörnu­áhuga­menn fylgj­ast með him­in­hvolf­inu. Af vefn­um: www.stjornu­fra­edi.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert