Um 40% telja ferðamenn of marga

Við Hrafntinnusker.
Við Hrafntinnusker. mbl.is

Samkvæmt könnun sem Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, gerði í fyrrasumar meðal ferðafólks í Hrafntinnuskeri töldu um 40% að of mikið væri um ferðamenn á þeim slóðum.

„Þetta er spurning um væntingar. Hrafntinnusker eru inni á reginöræfum og þar á fólk ekki von á mörgum en lendir svo í mannfjölda. Þessa viðhorfs gætir víðar við Laugaveginn því við Álftavatn taldi fjórðungur gesta að of mikið væri af ferðafólki. Þetta segir manni að Laugavegurinn er að verða uppseldur, að minnsta kosti yfir hásumarið,“ segir Anna Dóra.

Í könnun sem hún gerði 2009 í Landmannalaugum og fjallað er um í Morgunblaðinu í dag töldu um 30% ferðamenn vera þar of marga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert