Unnu í 577 tíma með annarri vinnu

Vinna Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Guðmundssonar fyrir þrotabú Milestone nam 577 klukkustundum á virkum dögum á 10 vikna tímabili sl. haust, þar af var skýrslugerð um gjaldfærni Milestone 511 klukkutímar.

Á sama tímabili voru þeir báðir í fullu starfi hjá sérstökum saksóknara, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í samtali Morgunblaðsins við Jón Óttar kom fram að þessi vinna væri öll unnin utan hefðbundins vinnutíma hjá embættinu og þeir hafi því ekki verið á launum þar á meðan. Alls fengu þeir greiddar nærri 23 milljónir króna fyrir skýrsluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert