Upplýst um tugi innbrota

mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst um tugi innbrota í heimahús í Grafarvogi í Reykjavík. Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í þágu rannsóknarinnar í síðustu viku og sátu tveir þeirra í gæsluvarðhaldi um tíma.

Mennirnir, sem hafa áður komið við sögu hjá lögreglu en mismikið þó, játuðu allir aðild sína að innbrotunum. Þeir stálu m.a. myndavélum, fartölvum, símum, sjónvörpum, rafmagnsverkfærum, skartgripum og peningum.

Tekist hefur að endurheimta hluta af þýfinu. Innbrotin voru framin á nokkurra vikna tímabili. Handtöku þjófanna má þakka árvekni ónefnds íbúa en sá lét lögregluna vita um grunsamlegar mannaferðir og þar með komst hún á sporið með fyrrgreindum árangri, segir í frétt frá lögreglunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert