Háskerpusjónvarp sækir fram

Evróvisjón-söngvakeppnin um síðustu helgi var send út í háskerpu.
Evróvisjón-söngvakeppnin um síðustu helgi var send út í háskerpu. www.eurovision.tv/Andres Putting (EBU)

Sjónvarpssendingar RÚV frá Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í júní og frá Ólympíuleikunum í ágúst verða aðgengilegar í háskerpu (HD). Eyjólfur Valdimarsson, forstöðumaður tækniþróunarsviðs RÚV, segir að um tilraunaútsendingar sé að ræða.

Háskerpuútsendingar RÚV eru aðgengilegar í gegnum dreifikerfi Símans og dreifikerfi Digital Ísland hjá Vodafone. Símafyrirtækin dreifa sjónvarpsmerkinu meðal annars í gegnum ADSL og í gegnum ljósleiðara.

RÚV hefur nú þegar fengið nokkra reynslu af háskerpuútsendingum. Eyjólfur segir að Evróvisjón-söngvakeppnin um síðustu helgi hafi verið send út í háskerpu. Einnig var handboltamót í janúar sl. sent út í háskerpu og heimsmeistaramót í knattspyrnu í hitteðfyrra. Þá voru aðstæður til að taka við útsendingum heldur frumstæðar í útvarpshúsinu en útsendingarbúnaður hefur verið endurbættur mikið síðan til að ráða við háskerpuútsendingarnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert