Já- og nei-hreyfingar fá styrki

mbl.is/Reuters

Úthlut­un­ar­nefnd sem for­sæt­is­nefnd Alþing­is skipaði til að út­hluta styrkj­um til að stuðla að op­in­berri og upp­lýstri umræðu og fræðslu um Evr­ópu­sam­bandið hef­ur tekið ákvörðun um út­hlut­un styrkja árið 2012. Úthlut­un­ar­fé til ráðstöf­un­ar nam 19 millj­ón­um króna.

Alls bár­ust nefnd­inni 12 um­sókn­ir og upp­fylltu níu þeirra skil­yrði sem kveðið er á um í út­hlut­un­ar­regl­um. Við út­hlut­un var sér­stak­lega gætt að því að fjár­veit­ing­ar til and­stæðra sjón­ar­miða til Evr­ópu­sam­bandsaðild­ar væru sem jafn­ast­ar. Eft­ir­tald­ir aðilar hljóta styrk árið 2012: 

Já-hreyf­ing­ar, sam­tals 9,5 millj­ón­ir kr.:


Sterk­ara Ísland, styrk­ur að fjár­hæð kr. 5.000.000 til neðan­greinds verk­efn­is:

  1. Kynn­ing­ar­her­ferð um helstu sjón­ar­mið.


Evr­ópu­sam­tök­in, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Úttekt á hagræn­um áhrif­um aðild­ar.
  2. ESB skóli á flakki um landið – fræðslu­nám­skeið fyr­ir hópa.


Ung­ir Evr­óp­us­inn­ar, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Fræðslufund­ir í fram­halds­skól­um.
  2. Kjós­um um framtíðina með ESB – her­ferð.
  3. Evr­ópu­skóli unga fólks­ins – sum­arskóli.


Sjálf­stæðir Evr­ópu­menn, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Blaðaút­gáfa um kosti aðild­ar Íslands að ESB.
  2. Funda­her­ferð um landið um kosti ESB.



Nei-hreyf­ing­ar, sam­tals 9,5 millj­ón­ir kr.:


Evr­ópu­vakt­in, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Málþing.
  2. Úttekt­ir.


Heims­sýn, styrk­ur að fjár­hæð kr. 4.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Sér­blað um Evr­ópu­sam­bandið, um­sókn Íslands og full­veldið.
  2. Stutt­myndaröð um Evr­ópu­sam­bandið og Ísland.


Ísa­fold – fé­lag ungs fólks gegn ESB, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.500.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Kynn­ing­ar­her­ferð í fjöl­miðlum og prent­un bæk­linga.
  2. Alþjóðleg ráðstefna um Evr­ópu­samrun­ann.


Samstaða þjóðar, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.000.000 til neðan­greinds verk­efn­is:

  1. Vefsíðuhönn­un og vefsíðugerð.


Sam­tök um rann­sókn­ir á Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) og tengsl­um þess við Ísland, styrk­ur að fjár­hæð kr. 1.000.000 til neðan­greindra verk­efna:

  1. Und­ir­bún­ing­ur, út­gáfa og dreif­ing greina­safns í formi ritraðar um ESB-mál­efni.
  2. Vefsíðuhönn­un og vefsíðugerð.



Á vefsvæði Alþing­is seg­ir að styrk­ir til já- og nei-hreyf­inga séu hluti af sér­verk­efni Alþing­is til að stuðla að op­in­berri og upp­lýstri umræðu og fræðslu um Evr­ópu­sam­bandið. „Ásamt styrk­veit­ing­um til mál­svara and­stæðra sjón­ar­miða til aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu fjár­magn­ar Alþingi rekst­ur sér­staks upp­lýs­inga­vefs, Evr­ópu­vefs­ins, sem hef­ur það að mark­miði að veita al­menn­ingi aðgang að hlut­læg­um, mál­efna­leg­um og trú­verðugum upp­lýs­ing­um um Evr­ópu­sam­bandið, aðild­ar­um­sókn Íslands og Evr­ópu­mál í víðara sam­hengi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert