Ræði ekki málin í andarteppustíl

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar gagn­rýndu störf at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is sem hef­ur fjallað um frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um stjórn fisk­veiða og hækk­un veiðileyf­a­gjalds. Þing­flokks­formaður Vinstri grænna bað stjórn­ar­and­stöðuna um að ná átt­um og ræða málið ekki í anda­teppustíl.

Í umræðum um störf þings­ins sagði Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, að þær breyt­inga­til­lög­ur sem hefðu komið fram varðandi frum­vörp­in væru smá­vægi­leg­ar tækni­leg­ar breyt­ing­ar. Í grund­vall­ar­atriðum væri á eng­an hátt komið til móts við þær um­sagn­ir og at­huga­semd­ir sem gerðar hefðu verið við frum­vörp­in sem hafi komið fram „Við erum í ná­kvæm­lega sömu stöðu og hér í lok mars; að hér liggja fyr­ir þing­inu tvö frum­vörp með smá­vægi­leg­um breyt­ing­ar­til­lög­um sem munu setja sjáv­ar­út­veg í al­gjört upp­nám um næstu framtíð,“ sagði Tryggvi Þór.

Fóru kol­vit­laus inn og komu kol­vit­laus út

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir sorg­legt að að hafa orðið vitni að því hvernig meiri­hluti at­vinnu­vega­nefnd­ar hafi al­gjör­lega brugðist sínu hlut­verki. „Mál­in sem fóru al­gjör­lega kol­vit­laus inn til nefnd­ar­inn­ar, þau koma jafn vit­laus út úr henni, þrátt fyr­ir að þúsund­ir manna - hring­inn í kring­um landið - eru bún­ir að leggja mikla vinnu við að koma at­huga­semd­um á fram­færi. Það er ekk­ert tekið til­lit til þeirra, frú for­seti. Það er sorg­legt að verða vitni að slík­um vinnu­brögðum hér á Alþingi,“ sagði Gunn­ar Bragi.

Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður VG, benti á að at­vinnu­vega­nefnd hefði í gær af­greitt nefndarálit um frum­varp til laga um veiðigjöld. Mik­il umræða hefði farið um málið meðal nefnd­ar­manna, en einnig meðal gesta nefnd­ar­inn­ar og um­sagnaraðila. Taldi Björn að all­góð lend­ing hefði verið að nást í nefnd­inni. „Mér fannst stjórn­ar­andstaðan vera allt að því al­veg sultuslök, al­veg fram á síðustu stundu,“ sagði Björn.

Eins og fjand­inn yrði laus

„Svo var eins og fjand­inn yrði laus þegar það var opnað á umræður um hitt málið, um stjórn fisk­veiða, og lag­ar fram til­lög­ur - ég und­ir­strika - lagðar fram til­lög­ur að breyt­ingu til umræðu í nefnd­inni. Og menn létu eins og him­inn og jörð hefðu far­ist. Fóru þar með mikl­ar ræður og fúkyrðaflaum gagn­vart ein­stak­ling­um í nefnd­inni og vinnu­brögðum þar,“ sagði Björn.

Hann hvatti stjórn­ar­and­stöðunni til að reyna að ná átt­um þannig að það „verði meiri jafn­vægi í dag til að hægt sé að ræða þessi mik­il­vægu mál. Þannig að það verði ekki gert í þeim anda­teppustíl sem virt­ist ætla að ger­ast í gær,“ sagði hann enn­frem­ur.

Björn ít­rekaði að ekki væri búið að af­greiða málið úr nefnd­inni og það væri því enn til umræðu. Stjórn­ar­liðar hafi lagt fram sín­ar til­lög­ur og nú bíði hann eft­ir að sjá til­lög­ur minni­hlut­ans.

Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður VG.
Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður VG. mbl.is/Ó​mar
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sést hér fyrir miðri mynd.
Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sést hér fyr­ir miðri mynd. mbl.is/Ó​mar
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér til hægri við …
Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sést hér til hægri við Sig­mund Erni Rún­ars­son, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka