Slitu viðskiptum við Landsbankann

Frá Landsbankanum á Fáskrúðsfirði í dag.
Frá Landsbankanum á Fáskrúðsfirði í dag. mbl.is/Albert Kemp

Örtröð varð í útibúi Landsbankans á Fáskrúðsfirði í gær þegar fólk mætti í röðum á síðasta klukkutímanum fyrir endanlega lokun útibúsins til að taka út þá peninga sem það átti í bankanum.

Um miðjan dag safnaðist fólk saman við bankan og innandyra voru margir að taka út peninga. Flaggað var í hálfa stöng við bankann og var flutt ávarp þar sem fólk var hvatt til að taka út úr bankanum það fé sem það ætti. 

Ekki vildi betur til en svo að peningarnir dugðu ekki til og á endanum var ekki hægt að afgreiða viðskiptavini með fjármuni sína og þeim í staðinn boðnar ávísanir eða þá að fara í dag á Reyðarfjörð til að sækja peningana.

Grétar Geirsson var einn af þeim sem gerðu tilraun til að taka út og sagði þetta hafa verið mótsvar íbúa staðarins, sem fengu með litlum fyrirvara að vita af lokuninni og þeir hefðu því mætt með litlum fyrirvara til að slíta viðskiptum við bankann.

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá því að sama staða hefði komið upp á Króksfjarðarnesi og í Bíldudal. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert