Uppgröftur á Alþingisreitnum við Vonarstræti er hafinn að nýju eftir hlé. Fram í september munu 10 fornleifafræðingar starfa við uppgröftinn en honum á að ljúka í september og þá verður byggt yfir reitinn. Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, segir þar hafa verið athafnasvæði allt frá níundu öld.