Vilja gefa út stuðningsyfirlýsingu

Mótmæli í Grikklandi.
Mótmæli í Grikklandi. Reuters

Þrír þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um stuðning við grísku þjóðina. Hún felur í sér að Alþingi feli utanríkisráðherra að koma á framfæri á alþjóðavettvangi yfirlýsingu um stuðning við grísku þjóðina, sem nú gengur í gegnum miklar efnahagslegar þrengingar.

Fyrsti flutningsmaður er Lilja Mósesdóttir en auk hennar standa að tillögunni Atli Gíslason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Í greinargerð þeirra segir að tímabært sé að þjóðþing í Evrópu bregðist við neyðarhrópum grísks almennings, neyð sem stafar af aðgerðum fjármálakerfisins. „Þögn þjóðþinga Evrópu sem hafa daufheyrst við kalli grísks almennings er skammarleg.“

Um leið og gefa á út stuðningsyfirlýsingu vilja flutningsmenn að fordæmdar verði einstrengingslegar aðgerðir evrópskra fjármálaafla vegna skuldavanda Grikkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert