Atlantsolía lækkaði nú í morgun verð á dísilolíu um þrjár krónur. Kostar lítrinn nú 248,5 krónur. Verð á bensíni er óbreytt og kostar lítrinn 252,7 krónur.
Hugi Hreiðarsson, hjá Atlantsolíu, segir að hægt hafi verið að lækka dísilolíuna vegna lækkunar á innkaupsverði. „En gengi krónunnar hjálpar okkur ekki. Til marks um það þá fór dollarinn í fyrsta skipti í sögunni yfir 130 krónurnar í vikunni og mér reiknast til að ef sama gengi væri nú og um áramótin þá gætum við lækkað verð á bensíni og dísil um 13 krónur,“ segir Hugi.