„Miklir hagsmunir í húfi“

Forstjóri Barnaverndarstofu segir mikilvægt að halda utan þann hóp einstaklinga …
Forstjóri Barnaverndarstofu segir mikilvægt að halda utan þann hóp einstaklinga sem sé haldinn eiginlegri barnagirnd. mbl.is/Kristinn

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu (BVS) seg­ir nauðsyn­legt að ákvæði verði sett í barna­vernd­ar­lög sem veiti rík­ari heim­ild­ir til að hafa eft­ir­lit með ein­stak­ling­um sem hafa hlotið dóma fyr­ir að brjóta kyn­ferðis­lega gagn­vart börn­um, þ.e. gagn­vart þeim hópi sem er hald­in barnagirnd á háu stigi.

„Það eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi. Þess­ir menn geta verið ansi af­kasta­mikl­ir og það geta æði mörg börn verið þolend­ur þess­ara manna áður en upp um þá kemst,“ seg­ir Bragi Guðbrands­son, for­stjóri BVS, í sam­tali við mbl.is.

Hættu­leg­ir menn

Í vik­unni greindi frétta­stofa RÚV frá því að dæmd­ur barn­aníðing­ur hafi í fyrra­sum­ar haft aðgang að fóst­ur­heim­ili þar sem börn séu vistuð af hálfu barna­vernd­ar­yf­ir­valda. Fram kom í frétt­inni að ná­grann­ar hefðu kom­ist að því fyr­ir til­vilj­un hver maður­inn sé, en hann breytti um nafn eft­ir að hann lauk afplán­un.

Björg­vin Björg­vins­son, yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regl­an hafi eng­ar heim­ild­ir að fylgj­ast með mönn­um sem hafa verið dæmd­ir fyr­ir kyn­ferðis­brot gagn­vart börn­um. Þá hafi lög­regl­an held­ur eng­ar heim­ild­ir til að krefjast þess að þeir til­kynni um sína bú­setu. 

Ljóst sé að menn sem eru haldn­ir barn­girnd séu hættu­leg­ir. Aðspurður seg­ir Björg­vin að lög­regl­an telji eðli­legt að það verði skoðað hvort það eigi að taka upp sér­stakt eft­ir­lit með þess­um ein­stak­ling­um.

Mjög lík­leg­ir til að brjóta aft­ur af sér

Bragi seg­ir að þetta sé sund­ur­leit­ur hóp­ur brota­manna. Hins veg­ar sé til þekkt aðferðarfræði til að meta það hversu hættu­leg­ir menn séu. Hann kveðst vera talsmaður þess að á Íslandi verði tekið upp kerfi sem er hliðstætt er við lýði í Bretlandi. Það miði fyrst og fremst að því að halda utan hóp ein­stak­linga sem mik­il áhætta stafi af, þ.e.a.s. ein­stak­linga sem séu haldn­ir eig­in­legri barnagirnd. Bragi bæt­ir við að þetta sé aðeins lít­ill hluti þeirra manna sem hljóti dóma.

Hann bend­ir á að ár­lega séu á fjórða tug manna dæmd­ir fyr­ir kyn­ferðis­brot. „En það er kannski ekki nema einn í þess­um hópi sem er hald­inn barnagirnd, sem er mjög lík­leg­ur til að brjóta af sér aft­ur. Við erum kannski að tala um hóp sem tel­ur fimm til tíu ein­stak­linga á Íslandi í dag.“

Bragi tek­ur fram að það sé vitað að þessi fá­menni hóp­ur muni brjóta af sér á nýj­an leik. „Þetta er hóp­ur sem ræður ekki við þess­ar hvat­ir sín­ar,“ seg­ir Bragi og bæt­ir við að þess­ir ein­stak­ling­ar þurfi aðhald og stuðning til þess að geta haldið aft­ur af sér.

Stuðning­ur mik­il­væg­ur

Í barna­vernd­ar­lög­um er BVS heim­ilt að fá af­rit af öll­um dóm­um sem eru felld­ir í kyn­ferðis­brota­mál­um. BVS er jafn­framt heim­ilt að gera barna­vernd­ar­nefnd­um viðvart um ein­stak­linga ef rík barna­vernd­ar­sjónamið mæla með því. Nefnd­un­um er í fram­hald­inu þá heim­ilt að veita fólki upp­lýs­ing­ar um ein­stak­linga sem hafa hlotið dóm fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn börn­um. T.d. ef dæmd­ur kyn­ferðis­brotamaður flyst inn á heim­ili þar sem börn eru fyr­ir.

Bragi tek­ur hins veg­ar fram að menn standi frammi fyr­ir ýms­um vanda­mál­um í tengsl­um við nú­ver­andi lög­gjöf. Í fyrsta lagi skorti ákvæði um skyld­ur dæmdra kyn­ferðis­brota­manna til að til­kynna um bú­setu sína. „Í raun­inni höf­um við ekki vitn­eskju um það hvenær þeir ljúka afplán­un og við höf­um enga vitn­eskju um það hvar þeir taka sér bú­setu í land­inu.“

Í öðru lagi er ekki að finna ákvæði í lög­un­um að það skuli fara fram áhættumat. Og í þriðja lagi skorti heim­ild­ir til handa BVS eða öðrum aðilum til að halda uppi eft­ir­liti.

Bragi seg­ir hins veg­ar að þetta þurfi að gera mannúðlega og þá sé nauðsyn­legt að veita þess­um ein­stak­ling­um stuðning. All­ar rann­sókn­ir á þessu sviði sýni fram á að ef ein­stak­ling­ar sem séu haldn­ir barnagirnd fái stuðning, t.d. í at­vinnu- eða hús­næðismál­um, þá séu þeir ólík­legri til að brjóta af sér aft­ur held­ur en ef að þeir séu út­skúfaðir úr sam­fé­lag­inu.

Þörf sé á heild­stæðri aðgerðaráætl­un í þess­um efn­um. „Mér er ekki kunn­ugt um að það sé nein vinna gangi núna vegna þessa máls,“ seg­ir Bragi aðspurður.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Bragi Guðbrands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu. mbl.is/​Golli
Börgvin Björgvinsson er yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Börg­vin Björg­vins­son er yf­ir­maður kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert