Ölfusárvirkjun óraunhæf og skilar ekki arði

Ölfusá við Ölfusárbrú.
Ölfusá við Ölfusárbrú. mbl.is

Framkvæmda- og veitustjórn Sveitarfélagsins Árborgar leggst eindregið gegn því að farið verði í virkjunarframkvæmdir á Ölfusá við Efri-Laugardælaeyju. Þetta kemur fram á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Framkvæmda- og veitustjórn lét Verkfræðistofu Suðurlands yfirfara gögn sem lögð höfðu verið fram fyrr á kjörtímabilinu vegna virkjanahugmynda á þessum stað.

Niðurstaða þeirrar vinnu sýnir að ekki var um raunhæfar áætlanir að ræða hvorki hvað varðar arðsemi né tæknilega útfærslu. 

Í ljósi þess leggst framkvæmda- og veitustjórn gegn framkvæmdunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert