„Verðum að bregðast við“

Oddný Harðardóttir.
Oddný Harðardóttir.

„Mér finnst ástæða til að staldra við og hlusta viðvörunarbjöllurnar sem hringja þegar við fáum niðurstöður af þessu tagi.“

Þetta segir Oddný Harðardóttir, starfandi iðnaðarráðherra, um niðurstöður kannana á vegum Önnu Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferðamálafræði. Þær leiddu í ljós vaxandi óánægju meðal erlendra ferðamanna vegna mannmergðar á helstu áningarstöðum, en fjöldinn teygir sig inn á reginöræfi og veldur til að mynda raski á náttúru og rofi úr göngustígum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Oddný, viðbúið að bregðast verði við með einhverjum hætti. Tækin til þess eru iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa og umhverfisráðuneytið, sem nýlega fékk hækkaðar fjárheimildir fyrir árið 2012 til þess að bæta aðstöðu í þjóðgörðum og víðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert