Duttu á höfuðið í miðborginni

Maðurinn datt á höfuðið við Kaffi París.
Maðurinn datt á höfuðið við Kaffi París. mbl.is/Júlíus

Lögregla höfuðborgarsvæðisins þurfti að koma að tveimur málum þar sem fólk hafði dottið á höfuðið í miðborg Reykjavíkur í dag. Annars vegar datt maður á höfuðið við Kaffi París og hins vegar kona á Lækjartorgi. Þá þurfti að vista tvo einstaklinga í fangageymslu vegna ölvunar.

Tilkynnt var um fyrra atvikið rétt eftir kl. 15 og segir í tilkynningu frá lögreglu að maðurinn hafi hlotið sár á höfuðið og úr því blætt. Hann hafi verið fluttur á slysadeild Landspítala með sjúkrabifreið.

Seinna atvikið varð rétt fyrir kl. 17 en þá datt kona á höfuðið. Lögregla og sjúkrabifreið voru send á vettvang og hún flutt sömuleiðis á slysadeild.

Ekkert kemur fram um það hvernig það atvikaðist að fólkið datt svo illa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka