Óánægja viðskiptavina skiljanleg

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

„Þetta eru náttúrlega skiljanleg viðbrögð. Það hafa verið úttektir. Sumir hafa tekið út það sem þeir eiga en oft á tíðum hafa þeir ekki lokað reikningum. Þessar fjárhæðir eru ekki háar.“

Þetta segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, um óánægju viðskiptavina bankans á þeim sjö stöðum þar sem bankinn lokaði útibúum í gær. Útibúið á Fáskrúðsfirði lenti til að mynda í sjóðsþurrð á fimmtudag þegar fólk tók innistæður sínar út þar.

Á heimasíðu Landsbankans má finna skýrslu um samfélagslega ábyrgð bankans sem segist meðal annars vilja verða „leiðandi í því að koma atvinnulífinu af stað á ný“.

Sú stefna að halda úti stöðvum og atvinnustarfsemi sem borgar sig ekki leiðir til þess að fyrirtækið koðni niður og deyi segir Steinþór spurður um hvort lokun útibúanna samræmist samfélagslegri ábyrgð bankans.

„Stærsta samfélagslega ábyrgðin sem Landsbankinn hefur er að reka bankann vel. Ábyrgðin felst í því að veita þjónustu til atvinnulífs og heimilanna og byggja upp öflugt atvinnulíf,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka