Samstöðufundur sjómanna eftir helgi

„Sjómenn og landsbyggðarfólk, látum ekki nokkra einstaklinga á Alþingi Íslands eyðileggja sjávarútveginn og landsbyggðina,“ segir í fundarboði Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi, Sjómannafélagsins Jötuns og Vélstjóradeild VM í Vestmannaeyjum. Félögin hyggjast halda samstöðufund í Höllinni í Vestmannaeyjum á mánudag.

Fundarefnið er kvótafrumvörp ríkisstjórnar Íslands. „Sýnum samstöðu og mótmælum ruglinu í sambandi við kvótafrumvörpin og nýja landsbyggðarskattinn. Mætum öll,“ segir ennfremur í fundarboði sjómannafélaganna þriggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert