Skip Síldarvinnslunnar fara ekki á sjó

Gunnþór Ingason tilkynnir um borð í Berki flaggskipi flota Síldarvinnslunnar, …
Gunnþór Ingason tilkynnir um borð í Berki flaggskipi flota Síldarvinnslunnar, að skipin munu ekki róa í vikunni eftir sjómannadagshelgina. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Norðfirði, tilkynnti bæjarbúum á Norðfirði að skip Síldarvinnslunnar munu ekki fara á sjó vikuna eftir sjómannadagshelgina.

Þetta tilkynnti Gunnþór þegar verið var að bjóða nýtt skip Síldarvinnslunnar Börk velkominn á Norðfjörð í tilefni sjómannadagsins. Ekki var tími til formlegrar móttökuathafnar þegar skipið kom fyrst til heimahafnar síðasta vetur. Þá hélt Börkur beint til loðnuveiða eftir nafnbreytingu sem var unnin að hálfu við komu skipsins og að hálfu við fyrstu löndun úr því.

Tíminn verður notaður að sögn Gunnþórs til að fara yfir málin með sjómönnum á Norðfirði og bæjarbúum varðandi fiskveiðifrumvörp ríkistjórnarinnar og áhrif þeirra á útgerð og fiskvinnslu í Fjarðabyggð.

Gunnþór sagði við það tækifæri að nú hömluðu ekki veður og sjólag veiðum frá Norðfirði, nú væru það menn innmúraðir í hlaðið steinhús í 101 Reykjavík sem réðu gæftum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert