Skipin á leið í land

Myndin var tekin í gær í Reykjavíkurhöfn þar sem þessar …
Myndin var tekin í gær í Reykjavíkurhöfn þar sem þessar konur æfðu sig fyrir kappróður á sjómannadaginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fá fiski­skip er nú á sjó, en á morg­un verður sjó­mannadag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur. Mörg skip sigldu inn í höfn í gær og í nótt og síðustu skip­in koma í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru 89 ís­lensk skip í lög­sög­unni kl. 9 í morg­un, en þar eru frakt­skip meðtal­in.

Sjó­mannadag­ur­inn er hald­inn hátíðleg­ur víða um land en und­ir yf­ir­skrift­inni Hafn­ar­dag­ar í Þor­láks­höfn og Sjó­ar­inn síkáti í Grinda­vík, svo dæmi séu tek­in. Í Reykja­vík var dag­ur­inn sam­einaður Hafn­ar­degi árið 1999 und­ir nafn­inu Hátíð hafs­ins.

Hátíðin í Reykja­vík hefst í dag kl. 10 en þá er hátíðin flautuð inn af skipslúðrum en dag­skrá­in stend­ur sem hæst frá kl. 13:00 – 17:00. Meðal atriða má nefna sjó­ræn­ingja­sigl­ing­ar, svíf­andi mar­glytt­ur, fiska­sýn­ing, lostæti úr haf­inu, dorg­veiði, listsmiðjur og Gói og Þröst­ur Leó verða á svæðinu.

Fær­eyski kútter­inn Westw­ard Ho sigl­ir inn í Reykja­vík­ur­höfn um kl. 13:00.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert