Fjölmenni fagnar sjómannadegi

Fjölmargir hafa í dag lagt leið sína út á Granda í Reykjavík þar sem fram fer hátíð í tilefni af sjómannadeginum. Varla er hægt að biðja um betra veður en um 14 stiga hiti er í Reykjavík og hægur andvari. Fjölbreytt dagskrá er fram eftir degi, og stendur hæst milli kl. 13-17.

Hátíðarhöld fara aðallega fram á Granda en teygja sig einnig yfir á Ægisgarð. Skemmtisigling fjölskyldunnar, Lundaskoðun, Valdimar, Listflug yfir Reykjavíkurhöfn, Söngvaborg, listasmiðjur, sjóræningjasiglingar, ratleikur, flöskuskeytasmiðja, furðufiskasýning og margt fleira verður í boði fyrir alla fjölskylduna.

Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð Reykjavíkur. Hægt er að skoða alla dagskrána á vefsvæði Hátíðar hafsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert