Heiðraðir á sjómannadag

Sjó­mannadag­ur­inn í Ólafs­vík fer fram í rjóma­blíðu í dag. Hápunkt­ur hátíðar­hald­anna var í Sjó­mannag­arðinum þar sem veitt voru verðlaun fyr­ir keppn­is­grein­ar sem fóru fram við höfn­ina í gær, og að venju voru nokkr­ir sjó­menn heiðraðir.

Að þessu sinni voru þrír sjó­menn heiðraðir: Magnús Magnús­son, Eyj­ólf­ur Magnús­son og Stefán Pét­urs­son.

Einnig veitti Björg­un­ar­sveit­in Lífs­björg Emanú­el Ragn­ars­syni orðu fyr­ir fjöru­tíu ára starfsaf­mæli.

Ræðumaður dags­ins var svo Jón­as Gest­ur Jónas­son.

Fram­haldið er þannig að úti­messa verður hald­in við minn­is­reit­inn og far­in verður skemmtisigl­ing á þrem­ur bát­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert