Heiðraðir á sjómannadag

Sjómannadagurinn í Ólafsvík fer fram í rjómablíðu í dag. Hápunktur hátíðarhaldanna var í Sjómannagarðinum þar sem veitt voru verðlaun fyrir keppnisgreinar sem fóru fram við höfnina í gær, og að venju voru nokkrir sjómenn heiðraðir.

Að þessu sinni voru þrír sjómenn heiðraðir: Magnús Magnússon, Eyjólfur Magnússon og Stefán Pétursson.

Einnig veitti Björgunarsveitin Lífsbjörg Emanúel Ragnarssyni orðu fyrir fjörutíu ára starfsafmæli.

Ræðumaður dagsins var svo Jónas Gestur Jónasson.

Framhaldið er þannig að útimessa verður haldin við minnisreitinn og farin verður skemmtisigling á þremur bátum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert