Athöfn var haldin við Minningaröldur Sjómannadagsráðs um drukknaða og týnda sæfarendur við Fossvogskapellu við Fossvogskirkjugarð i morgun. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flutti ritningarorð og bæn og starfsmenn Landhelgisgæslunnar stóðu heiðursvörð.
Árið 1996 reisti Sjómannadagsráð Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Letruð eru á þann minnisvarða nöfn drukknaðra, týndra sjómanna og annarra sæfara að ósk ættingja eða útgerðar.
Einkunnarorð listaverksins eru „Óttast þú eigi, því ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.“ Jes. 43:1.