Viss um að veiðigjaldið fari í gegn

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, er þess full­viss að frum­varp um veiðigjöld verði af­greitt sem lög frá Alþingi. Þetta sagði hann í út­varpsþætti Sig­ur­jóns M. Eg­ils­son­ar, Sprengisandi, í morg­un. Þar skegg­ræddu þeir Björn Val­ur og Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri LÍÚ.

Friðrik sagði þá ákvörðun að senda skip­in ekki aft­ur út á sjó eft­ir sjó­mannadag­inn í dag vera neyðarkall til stjórn­valda og beiðni um að setj­ast niður með út­vegs­mönn­um. Hann sagði að frum­vörp­in, um stjórn fisk­veiða og veiðigjöld, hefðu komið fram á sín­um tíma án þess að af­leiðing­ar þeirra hefðu verið met­in. Nú hefðu áhrif­in verið met­in og at­huga­semd­um komið á fram­færi en þrátt fyr­ir það mætti sjá á áliti meiri­hluta at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is að af­leiðing­arn­ar væru þær sömu og þegar þau voru lögð fram.

Hann sagði að ekki hefði verið tekið til­lit til um­sagna og álits­gerða og því væri kallað eft­ir því að sest yrði niður og vandað til verka.

Þessu var Björn Val­ur ekki sam­mála. Hann benti á að aðeins væri búið að af­greiða frum­varp um veiðigjöld til Alþing­is eft­ir meðferð hjá nefnd­inni og tekið hefði verið til­lit til flestra at­huga­semda, m.a. varðandi alls kyns út­reikn­inga. Hann sagði ósann­gjarnt að halda öðru fram. Um allt aðrar upp­hæðir væri að ræða en í upp­hafi. „Ég átta mig ekki á því hvernig hægt er að halda þessu fram, enda sýna gögn­in fram á annað.“

Spurður hvort út­gerðin gæti greitt meira sagði Friðrik spurn­ing­una frek­ar þá hvað væri sann­gjarnt. Hægt væri að kreista alla og ríkið gæti allt eins hækkað skatta á al­menn­ing upp í 80%. Fólk gæti greitt en það myndi ekki lifa góðu lífi. Eins þyrfti að reka sjáv­ar­út­veg­inn með hagnaði þannig að hann gæti þró­ast og hægt væri að fjár­festa í hon­um.

Viltu ekki hringja í mig seinna?

Birni Val var um tíma farið að leiðast þófið og taldi greini­lega að Friðrik fengi of mik­inn tíma til að tala. „Sig­ur­jón, viltu ekki bara hringja í mig seinna?“ sagði hann en beið þó engu að síður á lín­unni.

Þegar kom að Birni Val sagði hann LÍÚ stunda skæru­hernað og því hefði verið laumað að sjó­mönn­um að senda skip­in ekki aft­ur út á sjó þegar þau voru lögst að bryggju. Hann spurði Friðrik hversu lengi hann vildi setj­ast niður með stjórn­völd­um í þetta skipti, en eng­in önn­ur hags­muna­sam­tök hefðu fengið jafn­marga fundi í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu. Hann hefði sjálf­ur haldið tugi funda frá ára­mót­um.

Hann hvatti Friðrik til að senda skip­in aft­ur út á sjó og hann skyldi sjá til þess að fundað yrði með LÍÚ í vik­unni.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arn­gríms­son fram­kvæmda­stjóri LÍÚ. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert