LÍÚ: Aðgerð útvegsmanna er lögmæt

Landssamband íslenskra útvegsmanna segir að ákvörðun um að halda skipum sínum ekki til veiða sé lögmæt, enda ekki um vinnustöðvun að ræða. ASÍ sendi út fréttatilkynningu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin væri ólögmæt og bryti gegn lögum um stéttarfélög.

„Útvegsmenn skora á Alþýðusamband Íslands að standa með íslenskum sjávarútvegi  og verja þannig og bæta kjör starfsfólks,“ segir í tilkynningu LÍÚ.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert