Á árunum 2008-2010 þurfti ríkið að afskrifa um 18 milljarða úr ríkisreikningi vegna tapaðs virðisaukaskatts.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn frá Vigdísi Hauksdóttur alþingismanni.
Afskriftir virðisaukaskatts eru metnar ár hvert eftir ákveðnum reglum og þeim skipt í beinar og óbeinar afskriftir í bókhaldi ríkisins. Almennt gildir að við beina afskrift krafna er talið útilokað að innheimta ákveðnar og sérgreindar kröfur með þeim úrræðum sem innheimtumenn ríkissjóðs hafa. Við afskrift óbeinna krafna er hins um að ræða mat á því hvað muni ekki innheimtast í heildarsafni krafna, án beinnar tengingar við einstakar kröfur.
Árið 2008 þurfti ríkissjóður að afskrifa 4.218 milljónir vegna tapaðs virðisaukaskatts. Árið 2009 var þessi upphæð 6.948 milljónir og árið 2010 var hún 6.861 milljón.