Engin viðbrögð frá stjórnvöldum

Togarar við bryggju í Reykjavík.
Togarar við bryggju í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Engin viðbrögð hafa komið frá stjórnvöldum við ósk LÍÚ um viðræður við útgerðarmenn um stjórn fiskveiða. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segist bíða eftir viðbrögðum frá ríkisstjórninni og vonar að hún sé tilbúin til að tala við útgerðina.

LÍÚ og útvegsmannafélög sem aðild eiga að landssambandinu sendu á laugardaginn frá sér yfirlýsingu um að fiskiskipaflotinn myndi ekki leggja úr höfn að sinni meðan óvissa væri um skipulag fiskveiða.

Stjórn LÍÚ kom saman til fundar í hádeginu til að ræða stöðuna. Adólf sagði að fram hefði komið á fundinum að ekkert hefði heyrst frá stjórnvöldum. Hann segist enn halda í þá von að stjórnvöld séu tilbúin til að hlusta á útgerðarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert