Fagfélög fornleifafræðinga telja að frumvarp um menningarminjar, sem nú liggur fyrir á Alþingi, muni koma með til að skaða menningararf Íslendinga.
Í tilkynningu frá Félagi íslenskra fornleifafræðinga segir að við gerð frumvarpsins hafi að fullu verið horft fram hjá ráðleggingum og athugasemdum fagaðila en alls bárust 140 athugasemdir vegna frumvarpsins.
Félagið segir að ef frumvarpið öðlist gildi muni það hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér.