"Skemmdarverk ríkisstjórnarinnar á fjöreggi þjóðarinnar verður með öllum ráðum að stöðva," segir Gústaf Adolf Skúlason, fv. ritari Smáfyrirtækjabandalags Evrópu, í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að árásir ríkisstjórnarinnar á best rekna sjávarútveg í heimi sé óvirðing við alla landsmenn og að ríkisstjórnin sé svo blinduð af ESB að litlu máli virðist skipta, þótt sjómenn missi atvinnuna og fari á félagsbætur.
"Aðgerðir LÍÚ og samtaka sjómanna eru því ný von fyrir Íslendinga að vernda atvinnu sína og hindra stjórnmálaafglöp, sem kosta þjóðina blóð, svita og tár að óþörfu. Kannski verður þetta eina vonin í bráð og lengd, sem þjóðin fær tækifæri til að nýta. Landsmenn ættu allir sem einn að taka höndum saman og standa þétt að baki sjómönnum og útgerðarmönnum og stjórnarandstöðu á Alþingi."