Kvöldfundur samþykktur á Alþingi

mbl.is/Hjörtur

Kristján L. Möller, starfandi forseti Alþingis, tilkynnti á Alþingi í dag að það væri tillaga forseta að þingfundur stæði lengur í dag en þingsköp mæli fyrir um. Óskað var eftir atkvæðagreiðslu um málið og var tillagan samþykkt með 27 atkvæðum gegn 17.

Það er því ljóst að fundað verði á Alþingi í dag fram á kvöld en umræður standa nú yfir um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld en um er að ræða annað af tveimur frumvörpum stjórnarinnar um breytingar á stjórn fiskveiða við Ísland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka