Lengra útgerðarhlé mögulegt

Í dag hófst vikulangt útgerðarhlé Landssambands íslenskra útgerðarmanna og því liggja nú á þriðja hundrað skipa og vélbáta við bryggju í stað þess að vera við veiðar. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir hugsanlegt að slík stöðvun verði endurtekin og þá í lengri tíma náist ekki samkomulag við stjórnvöld.

Friðrik segir yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands um að aðgerðirnar væru ólögmætar vera óskiljanlega þar sem ekki sé um vinnustöðvun að ræða og að þeir starfsmenn sem yrðu fyrir tjóni vegna hlésins fengju það bætt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert