SA andmæla túlkun ASÍ

Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að …
Togarar við bryggju í Reykjavík. Ekki er útlit fyrir að landfestar verði leystar fyrr en eftir viku. mbl.is/Árni Sæberg

Samtök atvinnulífsins telja að tilmæli LÍÚ og útvegsmannafélaganna til aðildarfyrirtækja sinna séu ekki áskorun um ólögmæta vinnustöðvun í skilningi laga enda munu viðkomandi fyrirtæki standa við lög- og samningsbundnar skyldur sínar gagnvart starfsmönnum sínum.

Á meðan vinnuveitandi stendur við sínar skyldur gagnvart starfsmönnum þá getur ekki verið um ólögmæta vinnustöðvun að ræða. Þetta kemur fram í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins.

ASÍ sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem aðgerðum LÍÚ, um að halda flotanum í landi, var mótmælt og þær sagðar ólögmætar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert