Þinglok ekki í sjónmáli

Enn bíða stór mál afgreiðslu á þingi. Óljóst er með …
Enn bíða stór mál afgreiðslu á þingi. Óljóst er með þinglok. mbl.is/Kristinn

Þingstörf á Alþingi halda áfram í dag en þinginu átti að ljúka fyrir helgi. Það hefur dregist sökum þess að stór mál eins og sjávarútvegsmál, rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, auk umræðu um Vaðlaheiðargöng, bíða afgreiðslu.

„Ég vona svo sannarlega að þingið dragist ekki langt fram á sumar,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis. „Það eru auðvitað stór mál sem þarf að semja um og ég vonast til þess að farið verði í það núna,“ segir Ragnheiður.

„Það er ekkert að frétta. Þingflokkarnir funda í dag eins og venja er. Annars er ekkert sem liggur fyrir um þinglok,“ segir Magnús Orri Schram, þingflokksformaður Samfylkingar, í umfjöllun um þingstörfin í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert