Þinglok ekki í sjónmáli

Enn bíða stór mál afgreiðslu á þingi. Óljóst er með …
Enn bíða stór mál afgreiðslu á þingi. Óljóst er með þinglok. mbl.is/Kristinn

Þing­störf á Alþingi halda áfram í dag en þing­inu átti að ljúka fyr­ir helgi. Það hef­ur dreg­ist sök­um þess að stór mál eins og sjáv­ar­út­vegs­mál, ramm­a­áætl­un um nýt­ingu vatns­afls og jarðvarma, auk umræðu um Vaðlaheiðargöng, bíða af­greiðslu.

„Ég vona svo sann­ar­lega að þingið drag­ist ekki langt fram á sum­ar,“ seg­ir Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, for­seti Alþing­is. „Það eru auðvitað stór mál sem þarf að semja um og ég von­ast til þess að farið verði í það núna,“ seg­ir Ragn­heiður.

„Það er ekk­ert að frétta. Þing­flokk­arn­ir funda í dag eins og venja er. Ann­ars er ekk­ert sem ligg­ur fyr­ir um þinglok,“ seg­ir Magnús Orri Schram, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar, í um­fjöll­un um þing­störf­in í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert