Unnið að heildarhættumati á eldgosum

Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010.
Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegna um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum um áhættu­skoðun al­manna­varna vill al­manna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra að eft­ir­far­andi komi fram: Eitt af mark­miðum Áhættu­skoðunar al­manna­varna 2011, sem kom út í byrj­un árs 2012, var að kort­leggja áhætt­ur á land­inu og for­gangsraða viðbúnaði í al­manna­varna­kerf­inu í sam­ráði við al­manna­varna­nefnd­ir lands­ins og með hliðsjón af rann­sókn­um vís­inda­manna. Áhættu­skoðunin var unn­in í sam­vinnu við all­ar al­manna­varna­nefnd­ir lands­ins og var miðuð við 15 lög­reglu­um­dæmi. Kortlagðar voru áhætt­ur í hverju um­dæmi og mat lagt á hvort þær ógnuðu lífi, heilsu, um­hverfi eða eign­um íbúa. 15 skýrsl­ur um­dæm­anna vegna áhættu­skoðunar er hægt að nálg­ast á vefsíðu al­manna­varna­deild­ar­inn­ar auk sam­an­tekt­ar um helstu niður­stöður.

Meðal ann­ars var óskað eft­ir úr­lausn­um og aðgerðum vegna eld­gosa í áhættu­skoðun­inni. Nú er unnið að grein­ingu fyr­ir heild­ar­hættumat á eld­gos­um fyr­ir Ísland sem er sam­starfs­verk­efni Veður­stofu Íslands, Vega­gerðar­inn­ar, Land­græðslu rík­is­ins, Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skól­ans og al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, en slíkt mat er for­senda þess að  hægt verði að hefjast handa við gerð viðbragðs- og rým­ingaráætl­ana fyr­ir eld­gos. Í fyrsta for­gangi í því mati eru eld­stöðvar und­ir jökli, sprengigos, eld­gosa­hætta í Vest­manna­eyj­um og á Reykja­nesi og þar með mat á hættu sem steðjað get­ur að höfuðborg­ar­svæðinu.

Ann­ar viðbúnaður sem sett­ur var í for­gang í áhættu­skoðun­inni og unnið hef­ur verið að í sam­ráði við heima­menn er viðbragðsáætl­un vegna gróðurelda í Skorra­dal, viðbragðsáætl­un og æf­ing með viðbragðsaðilum á Seyðis­firði vegna ferju­slyss (30. maí), fyr­ir­huguð sjó­slysaæf­ing við Húsa­vík 9. júní vegna ferða í hvala­skoðun, auk hóp­slysaæf­inga á Blönduósi og Eskif­irði.

Mörg um­dæmi óskuðu eft­ir úrræðum til að vara íbúa og ferðamenn við hætt­um og hef­ur nýtt kerfi um viðvör­un­ar­boð al­manna­varna í farsíma verið komið á, sem mun án efa auka ör­yggi ferðamanna og íbúa á land­inu. Ný­verið var kerfið prófað og voru send próf­un­ar­boð í um 800 farsíma, er­lenda og inn­lenda við Vík í Mýr­dal. Á fyrstu mín­út­un­um höfðu yfir 80% farsíma á svæðinu fengið próf­un­ar­boðin. Verið er að und­ir­búa fleiri verk­efni sem áhættu­skoðunin kallaði eft­ir.

Vegna auk­inna verk­efna á sviði al­manna­varna hef­ur al­manna­varna­deild­in verið efld úr fimm starfs­mönn­um í sjö, en ný­verið voru þeir Björn Odds­son jarðvís­indamaður og Kristján Kristjáns­son lög­reglumaður ráðnir til starfa. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert