Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur mótmælir harðlega frumvörpum ríkisstjórnarinnar sem félagið segir að beinist að starfsöryggi sjómanna. Fram kemur í yfirlýsingu frá félaginu, að frumvörpin muni hafa bein og óbein áhrif á allt samfélagið og mun landsbyggðin koma þar verst út.
Eru sjómenn hvattir til að standa saman.