Búið að loka fangelsinu að Bitru

Starfsfólk fangelsisins að Sogni ásamt Margréti Frímannsdóttur forstöðumanni.
Starfsfólk fangelsisins að Sogni ásamt Margréti Frímannsdóttur forstöðumanni.

Búið er að loka fangelsinu að Bitru, en það var gert um leið og nýtt fangelsi að Sogni í Ölfusi var formlega tekið í notkun sl. föstudag. Fangelsið er skilgreint sem „opið“ fangelsi. Gert er ráð fyrir að vista þar allt að 20 fanga.

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að fangelsið að Sogni verði rekið áfram þó að nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði tekið í notkun 2015. Með opnun þess sé búið að koma upp nægjum fjölda fangaklefa í „opnu fangelsi“. Það skorti hins vegar fleiri rými í gæsluvarðhaldsfangelsi og úr því verði bætt með nýju fangelsi á Hólmsheiði.

Fangelsið að Bitru var tekið í notkun á árinu 2010. Gerðar hafa verið töluverðar endurbætur á húsnæðinu að Sogni sem áður hýsti réttargeðdeild sem var flutt á Klepp í Reykjavík. Aðbúnaður er góður og þar starfa átta fangaverðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert