„Enn hálf óraunverulegt“

00:00
00:00

Tón­skáldið Anna Þor­valds­dótt­ir hlaut Tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs í ár fyr­ir verk sitt, Dreymi. Verðlaun­in eru veitt ár­lega þeim sem þykja skara fram úr á sviði tón­smíða- og flutn­ings á Norður­lönd­un­um og er Anna fimmti Íslend­ing­ur­inn sem hlýt­ur þenn­an heiður frá upp­hafi.

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Anna náð gríðarleg­um ár­angri á sínu sviði, en hún er með doktors­gráðu í tón­smíðum frá Kali­forn­íu­há­skóla í San Diego og gaf út sína fyrstu sóló­plötu í októ­ber á síðasta ári, en plat­an nefn­ist Rhízōma. Hún hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um 2012 sem tón­höf­und­ur árs­ins og fyr­ir hljóm­plötu árs­ins í flokki sí­gildr­ar- og sam­tíma­tón­list­ar. Verk henn­ar, Aer­iality, hlaut einnig til­nefn­ingu sem tón­verk árs­ins.

Mik­ill heiður

Tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs verða af­hent Önnu á Norður­landaráðsþingi í Hels­inki í byrj­un nóv­em­ber. Hún seg­ir verðlaun af þess­um toga hafa mikla þýðingu, ,,þetta er auðvitað gríðarleg viður­kenn­ing og mik­ill heiður, og ég tala nú ekki um hvatn­ingu sér­stak­lega miðað við alla þá sem hafa verið til­nefnd­ir og fengið verðlaun­in áður. Þetta er enn hálf óraun­veru­legt, finnst mér,“ seg­ir Anna og bæt­ir við að ekki pen­inga­gjöf­in sem fylg­ir verðlaun­un­um gagn­ist til að geta lifað af list­inni. 

Aðspurð hvenær hún hafi byrjað að semja tónlist seg­ir Anna það hafa verið snemma, „það má segja að ég hafi verið að gera tónlist frá því að ég man eft­ir mér, en ég byrjaði að skrifa tónlist um 19, 20 ára ald­ur­inn. Ég fór svo í Lista­há­skól­ann árið 2001 og hef ekki hætt að skrifa tónlist síðan, það ein­hvern veg­inn yf­ir­tók líf mitt,“ seg­ir Anna, sem er 34 ára göm­ul.

Not­ar mynd­ir til að muna

Anna vinn­ur verk sín á óhefðbund­in hátt ,,Það er oft mjög langt ferli og grunn­vinn­an er oft mjög mynd­ræn vegna þess að ég þarf leið til að muna tón­list­ina svo maður sé ekki með höfuðið alltaf á fullu. Hug­mynd­irn­ar kvikna og maður heyr­ir verkið fyr­ir sér og þá þarf maður að finna leið til þess að halda í minn­ing­una og þá teikna ég oft mynd­ir fyr­ir mig sjálfa sem leið til að muna áður en ég get svo skrifað verkið á nót­ur vegna þess að ég get ekki skrifað jafn hratt og ég hugsa. Þannig kem­ur grafík­in inn í en hún hef­ur í raun enga teng­ingu við tón­list­ina sem slíka þegar verkið er til­búið.“

Anna bland­ar mis­mun­andi tón­lista­teg­und­um í sín­um tón­smíðum, en hún hef­ur meðal ann­ars fléttað raf­tónlist sam­an við nú­tíma­tónlist  „tón­list­in kem­ur öll af sama brunni og maður er alltaf að vinna með tón­list­ina og svo vel­ur maður sér bara miðil eft­ir því sem hent­ar hverri tónlist fyr­ir sig. Sum tónlist sem verður til í höfðinu á manni veit maður ein­fald­lega að hent­ar best að koma til skila með raf­hljóðum, og annað með hljóm­sveit og enn annað með ein­leik. Það er gam­an að vera með mis­mun­andi hljóðfæra­skip­an, en allt er þetta þó skrifuð tónlist á blað og sett á nót­ur,“ seg­ir Anna.

Anna mun hafa nóg fyr­ir stafni á næstu mánuðum, en hún vinn­ur að nokkr­um verk­efn­um í augna­blik­inu, meðal ann­ars að skori fyr­ir kvik­mynd sem Marteinn Þórs­son leik­stýr­ir og skrif­ar hand­ritið að. „svo er ég að vinna verk fyr­ir hljóm­sveit og kór fyr­ir tón­list­ar­hátíð á Ítal­íu.“

Tónlist Önnu má nálg­ast í inn­lend­um plötu­versl­un­um, á iTu­nes og einnig á vefsíðu henn­ar.

Vefsíða Önnu

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert