Ögmundur Jónasson: Sátt er betri en þvingun

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Ómar Óskarsson

Ný barnalög eru umfjöllunarefni Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í grein í Morgunblaðinu í dag.

Ögmundur segir að með því frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi og bíður þriðju umræðu og afgreiðslu sé gert ráð fyrir að stórauka sáttameðferð á vegum hins opinbera fyrir foreldra sem deila um forsjá og umgengni og gera hana að beinni skyldu áður en ráðist er í málaferli eða úrskurða krafist. Með þessum hætti geta fagaðilar aðstoðað foreldra við að ná sátt, enda er sátt foreldra barni ávallt fyrir bestu.

Hann segir að alþingi hafi ákveðið að heimila eigi dómurum að dæma sameiginlega forsjá og að ekki sé ástæða til að fella heimild til aðfarar úr barnalögum, þ.e. að hægt sé að senda lögreglu inn á heimili barns til að koma á ákvarðaðri umgengni við foreldri sem ekki hefur notið hennar. Honum sjálfum hafi hins vegar ávallt fundist óréttlætanlegt að taka barn út af heimili með lögregluvaldi af þessu tilefni og bendir á að mannréttindasamtök og samtök um réttindi barna hafi gert alvarlega athugasemd við þessa heimild og framkvæmd hennar.

Ögmundur segir: „Ástæða þess að ég lagði ekki til að farin yrði sú leið að heimila dómurum að dæma sameiginlega forsjá er sú að ég taldi rétt að láta reyna á hina stórauknu sáttameðferð sem boðuð er í frumvarpinu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að sátt er betri en þvingun.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka