Ögmundur Jónasson: Sátt er betri en þvingun

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Ómar Óskarsson

Ný barna­lög eru um­fjöll­un­ar­efni Ögmund­ar Jónas­son­ar inn­an­rík­is­ráðherra í grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Ögmund­ur seg­ir að með því frum­varpi sem nú ligg­ur fyr­ir Alþingi og bíður þriðju umræðu og af­greiðslu sé gert ráð fyr­ir að stór­auka sáttameðferð á veg­um hins op­in­bera fyr­ir for­eldra sem deila um for­sjá og um­gengni og gera hana að beinni skyldu áður en ráðist er í mála­ferli eða úr­sk­urða kraf­ist. Með þess­um hætti geta fagaðilar aðstoðað for­eldra við að ná sátt, enda er sátt for­eldra barni ávallt fyr­ir bestu.

Hann seg­ir að alþingi hafi ákveðið að heim­ila eigi dómur­um að dæma sam­eig­in­lega for­sjá og að ekki sé ástæða til að fella heim­ild til aðfar­ar úr barna­lög­um, þ.e. að hægt sé að senda lög­reglu inn á heim­ili barns til að koma á ákv­arðaðri um­gengni við for­eldri sem ekki hef­ur notið henn­ar. Hon­um sjálf­um hafi hins veg­ar ávallt fund­ist órétt­læt­an­legt að taka barn út af heim­ili með lög­reglu­valdi af þessu til­efni og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök og sam­tök um rétt­indi barna hafi gert al­var­lega at­huga­semd við þessa heim­ild og fram­kvæmd henn­ar.

Ögmund­ur seg­ir: „Ástæða þess að ég lagði ekki til að far­in yrði sú leið að heim­ila dómur­um að dæma sam­eig­in­lega for­sjá er sú að ég taldi rétt að láta reyna á hina stór­auknu sáttameðferð sem boðuð er í frum­varp­inu. Hvers vegna? Jú, vegna þess að sátt er betri en þving­un.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert