„Steingrímur valtar yfir okkur“

Fjölmennur fundur var haldinn með starfsmönnum Brims í dag þar sem fyrirhugaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjald voru til umræðu. Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifarbergi, var þar og er sannfærður um að breytingarnar komi niður á kjörum sjómanna en það var umdeilt á fundinum þar sem Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra og Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, ræddu málin.

Víðir segir erfitt að eiga við Steingrím í rökræðum og að ráðherrann valti yfir sjómenn í rökræðum jafnvel þótt þeir hafi ekki minna vit á sjávarútvegi en hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert