Draugaleg herstöð á jöklinum

Vilborg Arna Gissurardóttir og Valdimar Halldórsson luku nýverið göngu sinni þvert yfir Grænlandsjökul en á leið sinni lentu þau bæði í jökulstormum og hitabylgju. Þau komu líka við í ratsjárstöð í 2.100 metra hæð sem bandaríski herinn yfirgaf með stuttum fyrirvara fyrir rúmum tuttugu árum.

Ferðin tók 29 daga en um 540 kílómetra langa leið er að ræða. Vilborg leiddi gönguna og er ánægð með ferðina þrátt fyrir að þau hafi þurft að fá far með þyrlu síðustu metrana en leysingar á jöklinum komu í veg fyrir að hægt væri að ganga síðustu dagleiðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert