Árangurslausir fundir um þinglok

Fundir sem Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, átti í dag með stjórn og stjórnarandstöðu skiluðu ekki árangri og liggur því ekkert samkomulag fyrir um þinglok. Umræður um veiðileyfafrumvarpið halda áfram á morgun.

Þingflokksformenn áttu fund með Ástu Ragnheiði í dag og síðdegis ræddi hún við formenn flokkanna. Enginn niðurstaða varð á þessum fundum.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokks, segir að stjórnarflokkarnir viti hvað þurfi að gerast til að hægt sé að ná samkomulagi um þinglok. Stjórnarandstaðan leggi áherslu á að veiðileyfafrumvarpið fari aftur til nefndar og gerðar verði breytingar á því. Þessi hækkun veiðileyfagjalds sem frumvarpið gerir ráð fyrir sé enn of brött.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert