Atvinnumótmælendur og þý sægreifa

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, fer hörðum orðum á Facebook-síðu sinni í dag um mótmælafundinn sem haldinn var á Austurvelli í dag þar sem frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytta fiskveiðistjórnun var mótmælt.

Segir Þór að þátttakendur í mótmælunum hafi verið atvinnumótmælendur og ennfremur að þau hafi snúist í höndunum á „sægreifaauðvaldinu og þýi þeirra“ þegar þeir hafi verið púaðir niður af „réttsýnum borgurum landsins“.

„Fyrstu atvinnumótmælum með atvinnumótmælendum lokið. Snerist algerlega í höndunum á sægreifaauðvaldinu og þýi þeirra sem var púað niður af réttsýnum borgurum landsins. Flottur dagur,“ segir Þór í færslunni á Facebook.

Birgitta Jónsdóttir, samþingmaður Þórs í Hreyfingunni, talar einnig á hliðstæðum nótum á sinni Facebook-síðu og segist telja „að mótmælin hafi farið svolítið öðruvísi en þeir sem boðuðu starfsfólkið sitt að mótmæla fyrir sig gerðu ráð fyrir“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert