Atvinnumótmælendur og þý sægreifa

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, fer hörðum orðum á Face­book-síðu sinni í dag um mót­mæla­fund­inn sem hald­inn var á Aust­ur­velli í dag þar sem frum­vörp­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breytta fisk­veiðistjórn­un var mót­mælt.

Seg­ir Þór að þátt­tak­end­ur í mót­mæl­un­um hafi verið at­vinnu­mót­mæl­end­ur og enn­frem­ur að þau hafi snú­ist í hönd­un­um á „sæ­greifa­auðvald­inu og þýi þeirra“ þegar þeir hafi verið púaðir niður af „rétt­sýn­um borg­ur­um lands­ins“.

„Fyrstu at­vinnu­mót­mæl­um með at­vinnu­mót­mæl­end­um lokið. Sner­ist al­ger­lega í hönd­un­um á sæ­greifa­auðvald­inu og þýi þeirra sem var púað niður af rétt­sýn­um borg­ur­um lands­ins. Flott­ur dag­ur,“ seg­ir Þór í færsl­unni á Face­book.

Birgitta Jóns­dótt­ir, samþingmaður Þórs í Hreyf­ing­unni, tal­ar einnig á hliðstæðum nót­um á sinni Face­book-síðu og seg­ist telja „að mót­mæl­in hafi farið svo­lítið öðru­vísi en þeir sem boðuðu starfs­fólkið sitt að mót­mæla fyr­ir sig gerðu ráð fyr­ir“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert