Fjögur og hálft ár fyrir umboðssvik

Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs.
Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri Byrs sparisjóðs. Kristinn Ingvarsson

Hæstirétt­ur dæmdi í dag Jón Þor­stein Jóns­son og Ragn­ar Z. Guðjóns­son í fjög­urra og hálfs árs fang­elsi fyr­ir umboðssvik í svo­kölluðu Ex­eter-máli. Menn­irn­ir voru sýknaðir í héraðsdómi.

Styrm­ir Þór Braga­son var einnig ákærður í mál­inu fyr­ir hlut­deild í brot­un­um, en dóm­ur­inn yfir hon­um var ómerkt­ur og send­ur aft­ur til héraðsdóms.

Ragn­ar er fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Byrs og Jón Þor­steinn er fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður spari­sjóðsins. Þeir voru ákærðir fyr­ir umboðssvik í tengsl­um við lán­veit­ingu Byrs til einka­hluta­fé­lags­ins Ex­eter-Hold­ing. Lánið var veitt til kaupa á stofn­fjár­bréf­um í eigu Jóns Þor­steins og nokk­urra starfs­manna spari­sjóðsins og  fé­lags sem að hluta var í eigu Ragn­ars.

Í dómn­um seg­ir að fall­ist verði á það með ákæru­vald­inu að með aðgerðum sín­um hafi ákærðu Jón og Ragn­ar komið mál­um þannig fyr­ir að áhættu á tjóni vegna stofn­fjár­bréf­anna var velt yfir á Byr spari­sjóð. Þetta gerðu ákærðu án þess að kanna sér­stak­lega stöðu Ex­eter Hold­ings ehf. og án nægi­legs stuðnings við gögn um raun­veru­legt verðgildi stofn­fjár­bréf­anna. Þá voru ekki veitt­ar frek­ari trygg­ing­ar fyr­ir lán­inu en veð í stofn­fjár­bréf­un­um sjálf­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert