Gjaldkeri dró sér milljónir

Garðabær.
Garðabær. mbl.is/Rax

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á 52. aldursári í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Konan dró sér í starfi gjaldkera Starfsmannafélags Garðabæjar rúmar átta milljónir króna með því að nota greiðslukort félagsins en reikningar voru skuldfærðir af bankareikningi félagsins.

Konan notaði kortið frá því í júní 2007 til mars 2010. Að jafnaði voru upphæðirnar yfir 200 þúsund krónur á mánuði en hæsta upphæðin var 556 þúsund krónur á einu úttektartímabili haustið 2009.

Í dóminum kemur fram að konan hafi endurgreitt allt það fé sem hún var sökuð um að hafa dregið sér auk vaxta. Þá var til þess litið að rannsókn málsins hófst snemma árs 2010 og þann 8. apríl gaf konan yfirlýsingu um að hún myndi endurgreiða allt féð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert