Liggja enn á upplýsingum

Orkuveituhúsið
Orkuveituhúsið mbl.is/Ómar

Tillögum Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa, um að leynd verði létt af upplýsinum um sameiginleg fjármál Orkuveitu Reykjavíkur og Gagnaveitunnar hefur ítrekað verið frestað af hálfu stjórnar OR.

Nú hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lagt fram tillögu í borgarstjórn um að borgarstjórn beini því til stjórnar OR að gera þessar upplýsingar opinberar. Kjartan segir leyndina og tafirnar mjög óeðlilegar.

Beiðnin nær til upplýsinga um allar fjárfestingar, fjárframlög og lán OR til Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. og Línu nets hf. Tillögunni var vísað til frekari meðferðar í borgarráði.

Kjartan gerir athugasemdir við rekstur OR. „Þrátt fyrir mikinn samdrátt hjá Orkuveitunni eru enn miklar fjárfestingar hjá Gagnaveitunni,“ segir Kjartan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka