Liggja enn á upplýsingum

Orkuveituhúsið
Orkuveituhúsið mbl.is/Ómar

Til­lög­um Kjart­ans Magnús­son­ar, borg­ar­full­trúa, um að leynd verði létt af upp­lýs­in­um um sam­eig­in­leg fjár­mál Orku­veitu Reykja­vík­ur og Gagna­veit­unn­ar hef­ur ít­rekað verið frestað af hálfu stjórn­ar OR.

Nú hafa borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks lagt fram til­lögu í borg­ar­stjórn um að borg­ar­stjórn beini því til stjórn­ar OR að gera þess­ar upp­lýs­ing­ar op­in­ber­ar. Kjart­an seg­ir leynd­ina og taf­irn­ar mjög óeðli­leg­ar.

Beiðnin nær til upp­lýs­inga um all­ar fjár­fest­ing­ar, fjár­fram­lög og lán OR til Gagna­veitu Reykja­vík­ur ehf. og Línu nets hf. Til­lög­unni var vísað til frek­ari meðferðar í borg­ar­ráði.

Kjart­an ger­ir at­huga­semd­ir við rekst­ur OR. „Þrátt fyr­ir mik­inn sam­drátt hjá Orku­veit­unni eru enn mikl­ar fjár­fest­ing­ar hjá Gagna­veit­unni,“ seg­ir Kjart­an.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert