Ófært á Hellisheiði eystri

Kjalvegur hefur verið opnaður en er þó aðeins fær stærri …
Kjalvegur hefur verið opnaður en er þó aðeins fær stærri bílum. mbl.is/Einar Falur

Ófært er á Hellisheiði eystri en aðrar aðalleiðir á landinu er greiðfærar. Enn er allur akstur bannaður víða á hálendinu vegna aurbleytu og hættu á gróðurskemmdum. Þetta kemur fram í upplýsingum Vegagerðarinnar.

Búið er að opna yfir Kjöl sem er þó einungis fær  4x4 bílum, einnig er orðið fært að Lakagígum og Eldgjá. Fleiri fjallvegir eru nú opnir en frekari upplýsingar um það má fá á heimasíðu Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert