Skip úr Vestmannaeyjum lögð af stað

Skipin lögðu úr höfn í Vestmannaejum í kvöld.
Skipin lögðu úr höfn í Vestmannaejum í kvöld. Ljósmynd/Gísli Gíslason

Stór hluti Eyja­flot­ans lagði af stað um kl. 20 í kvöld áleiðis til Reykja­vík­ur til að vera við mót­mæli á Aust­ur­velli.

A.m.k. 10 skip lögðu af stað frá Vest­manna­eyj­um í kvöld. Von er á skip­um víðar frá land­inu til Reykja­vík­ur. Boðað hef­ur verið til sam­stöðufund­ar sem út­vegs­manna­fé­lög­in og starfs­fólk í sjáv­ar­út­vegi efna til á Aust­ur­velli. Reiknað er með að áhafn­ir skipa í nokkr­um byggðarlög­um sigli til fund­ar­ins og að þau haldi síðan til veiða. Útvegs­menn ljúka því vænt­an­lega aðgerðum sín­um með fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert