Skip úr Vestmannaeyjum lögð af stað

Skipin lögðu úr höfn í Vestmannaejum í kvöld.
Skipin lögðu úr höfn í Vestmannaejum í kvöld. Ljósmynd/Gísli Gíslason

Stór hluti Eyjaflotans lagði af stað um kl. 20 í kvöld áleiðis til Reykjavíkur til að vera við mótmæli á Austurvelli.

A.m.k. 10 skip lögðu af stað frá Vestmannaeyjum í kvöld. Von er á skipum víðar frá landinu til Reykjavíkur. Boðað hefur verið til samstöðufundar sem útvegsmannafélögin og starfsfólk í sjávarútvegi efna til á Austurvelli. Reiknað er með að áhafnir skipa í nokkrum byggðarlögum sigli til fundarins og að þau haldi síðan til veiða. Útvegsmenn ljúka því væntanlega aðgerðum sínum með fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert