EM í háskerpu á sérstakri rás

Danir æfa sig á Metalist-leikvanginum fyrir Evrópukeppnina í knattspyrnu.
Danir æfa sig á Metalist-leikvanginum fyrir Evrópukeppnina í knattspyrnu. AFP

RÚV send­ir út 27 leiki í beinni út­send­ingu á aðal­rás sinni frá EM í fót­bolta 2012. All­ir leik­irn­ir verða jafn­framt send­ir út í til­rauna­skyni í háskerpu á sér­stakri rás hjá síma­fé­lög­un­um Voda­fo­ne og Sím­an­um.

Að auki verða fjór­ir leik­ir send­ir út í til­rauna­skyni á auk­ar­ás, einnig hjá síma­fé­lög­un­um. Það eru síðustu leik­irn­ir í riðlakeppni EM, þar sem tveir leik­ir fara fram á sama tíma og er ann­ar sýnd­ur á aðal­rás RÚV en hinn á auk­ar­ás­inni. Leik­ur­inn á aðal­rás­inni verður send­ur út í háskerpu en leik­ur­inn á auk­ar­ás­inni ekki.

 Auk­ar­ás­in verður einnig nýtt um helg­ina til að sýna frá opna franska meist­ara­mót­inu í tenn­is og frá leik Íslands og Hol­lands í hand­bolta á sunnu­dag­inn kl. 18.30.

 Háskerpurás­in er aðgengi­leg á IPTV (adsl) sjón­varpi Sím­ans, IPTV (adsl og ljós­leiðara) sjón­varpi og Digital Íslandi hjá Voda­fo­ne. Einnig má ná háskerpurás­inni á ör­bylgju­kerfi Voda­fo­ne sem næst á höfuðborg­ar­svæðinu, upp á Akra­nes og yfir til Reykja­nes­bæj­ar og aust­ur fyr­ir fjall (Árborg, Hvera­gerði og Þor­láks­höfn). Eig­end­ur ný­legra háskerpu­sjón­varpa  með svo­kallaðan DVB-T-mót­tak­ara  þurfa ekki afrugl­ara þar sem dag­skrá­in er opin. Þeir sem vilja ná stöðinni á ör­bylgju þurfa ör­bylgju­loft­net og gera sjálf­virka leit á sjón­varp­inu.

Þeir sem vilja horfa á háskerpurás­ina í gegn­um IPTV (adsl og ljós­leiðara) og digital Ísland þurfa að vera með HD-mynd­lykla. Stöðvarn­ar birt­ast sjálf­krafa í yf­ir­lit­inu en ef ekki þarf e.t.v. að end­ur­ræsa lykl­ana.

 Háskerpu­út­send­ing­arn­ar eru aðgengi­leg­ar rúm­lega 80% lands­manna en eins og áður hef­ur komið fram þurfa not­end­ur að hafa hafa mót­töku (adsl, ljós­leiðara, digital Ísland) eða ör­bylgju­loft­net, vera með sta­f­ræn­an mót­tak­ara (mynd­lyk­il eða inn­byggðan í sjón­varpið) sem nem­ur háskerpu og háskerpu­sjón­vörp.

 Auk­ar­ás­in næst með sam­bæri­leg­um hætti og háskerpurás­in en er jafn­framt aðgengi­leg  í gegn­um UHF-kerfi Voda­fo­ne (hefðbund­in loft­net, „gömlu greiðuna“) og nær þannig til 99% lands­manna.

 Hjá Voda­fo­ne, bæði í ADSL og á digital Ísland, er háskerpurás­in (RÚV HD) núm­er 197 og auk­ar­ás­in (RÚV íþrótt­ir) núm­er 196.

Hjá Sím­an­um er háskerpurás­in (RÚV HD) núm­er 201 og auk­ar­ás­in (RÚV íþrótt­ir) núm­er 199.

 Starfs­menn þjón­ustu­vera síma­fé­lag­anna leiðbeina viðskipta­vin­um sín­um um hvernig best er að ná út­send­ing­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert