Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur hafnað erindi veitingamanns sem óskaði eftir heimild til að setja upp skilti vörumerki og slagorði félagsins Black Death Iceland sf. Var erindinu hafnað með vísan til áfengislaga.
Þetta kemur fram á vefnum Héðinsfjörður.is. Þar segir að veitingamaðurinn Valgeir Tómas Sigurðsson hafi óskað eftir því að setja upp skiltið við gafl veitingahúss síns á Siglufirði.
Þá kemur fram að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) hafi fellt úr gildi ákvörðun sína um að selja ekki bjórinn Black Death (Svartadauða) í verslunum sínum. Ákvörðunin hafði verið kærð til fjármálaráðuneytisins.