Leggur til meiri þorskkvóta

Jóhann Sigurjónsson á fundinum í dag.
Jóhann Sigurjónsson á fundinum í dag. mbl.is/Ómar

Haf­rann­sókna­stofn­un­in legg­ur til að þorskkvóti fisk­veiðiárs­ins 2012-2013 verði 196 þúsund tonn, en afla­markið á síðasta ári var 177 þúsund tonn. Stofn­un­in legg­ur til að kvóti á ýsu verði 18 þúsund tonn­um minni í ár en í fyrra. Þetta kem­ur fram í skýrslu Hafró um afla­horf­ur.

Þorskafl­inn var 172 þúsund árið 2011 og áætl­ar Hafró að afl­inn verði 177 þúsund tonn á þessu ári.

„Þorsk­stofn­inn hef­ur ekki verið stærri um ára­bil. Hrygn­ing­ar­stofn­inn hef­ur verið of lít­ill en nú er hann að nást veru­lega upp,“ sagði Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Hafró, þegar skýrsl­an var kynnt í Hörpu nú fyr­ir stundu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka