Breyta þarf skipulagi við Dalsbraut

Dalbraut á að koma neðan við KA-svæðið, sem er græna …
Dalbraut á að koma neðan við KA-svæðið, sem er græna svæðið á myndinni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ekki er hægt að ráðast í framkvæmdir við Dalsbraut á Akureyri nema gera breytingar á skipulagi. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þetta kemur fram í frétt í Vikudegi í dag. Áður hafði nefndin stöðvað fyrirhugaðar framkvæmdir, að loknu útboði á verkinu, á meðan stjórnsýslukæra sem lögð var fram, var til meðferðar.

Dalsbraut á að liggja frá Þingvallastræti í norðri suður í Naustahverfi. Ekki hefur verið full eining um þessa framkvæmd í bænum. Þeir sem mæla gegn lagningu brautarinnar segja að hún ógni umferðaröryggi og þrengi að skóla- og íþróttasvæðum. Andstæðingar Dalsbrautar efndu á síðasta ári til undirskriftasöfnunar gegn framkvæmdinni og skrifuðu tæplega 650 undir skjal þar sem henni var mótmælt.

Samkvæmt heimildum Vikudags er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar sú að ekki sé hægt að ráðast í framkvæmdir að óbreyttu og að gera þurfi lítilsháttar lagfæringar á skipulagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert